Anton Chekhov var smásagnahöfundur, leikritaskáld og læknir. Naut hann gríðarlega vinsælda í Rússlandi meðan hann lifði og er enn í dag litið á hann sem eitt af stóru nöfnunum í rússneskum bókmenntum og þó víðar væri leitað. Hefur still hans og efnistök leynt og ljóst haft áhrif á marga kunna rithöfunda. Má þar nefna höfunda á borð við James Joyce, Virginiu Wolf, Katherine Mansfield, George Bernard Shaw og Ernest Hemingway. Vilja margir meina að Chekov sé einn fremsti smásagnahöfundur sem uppi hafi verið þó slíkar staðhæfingar telji venjulegast lítið. Sjálfur sagði Chekov að verk hans yrðu einungis lesin í sjö ár frá dauða hans. Eftir það myndu þau gleymast. Þar reyndist hann ekki sannspár. Stíll hans er oftast látlaus, en styrkur hans felst einkum í því sem hann velur að segja og kannski enn frekar í þögnunum og það sem hann velur að segja ekki. Sögurnar í þessu bindi eru: The Witch, Peasant Wives, The Post, The New Villa, Dreams, The Pipe, Agafya, At Christmas Time og Gusev.